Gleðilegt nýtt ár!

Ég sendi ykkur öllum mínar allra bestu óskir um gleðilegt nýtt ár með þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða, góðar viðtökur við Lag á læk, gefandi samtöl og gagnlegar ábendingar.

Um leið þakka ég mínum gamla vinnustað – Hugverkastofunni – fyrir samfylgdina síðustu rúmlega 17 árin. Ég er þakklát fyrir ánægjulegt samstarf og gefandi verkefni í gegnum tíðina. Á nýju ári taka nýjar áskoranir við sem ég hlakka til að takast á við af fullum krafti.

Megi árið 2026 færa ykkur birtu, yl og fallega daga eins og þennan hér:

Hafrafell / Tungufjall í morgunbirtunni – séð frá Ærlæk.

Comments

Færðu inn athugasemd