Um Lag á læk

Margrét Hjálmarsdóttir, merkjalýsandi og lögfræðingur er stofnandi og eigandi Lag á læk

Margrét hefur starfað í um 20 ár í störfum tengdum verndun hugverkaréttinda, s.s. vörumerkja, einkaleyfa og hönnunar. Nú nýtir hún lögfræðiþekkinguna á nýjan hátt og sameinar hana áhuga á landinu og útivist.

Í árslok 2024 lauk Margrét námi til réttinda sem merkjalýsandi. Lag á læk var stofnað í ársbyrjun 2025 en fyrst var vörumerkið LAG Á LÆK (orðmerki) skráð hjá Hugverkastofunni.

Af hverju Lag á læk?

Hugmyndin að baki heitinu er fremur einföld. Orðatiltækið nú er lag á læk er flestum kunnugt sem eitthvað óvænt, jafnvel smá bras(!) en orðið lag hefur þó einnig vísun í útlit eða lögun einhvers, s.s. jarðarskika eða það að vera laginn. Lækurinn vísar í staðsetninguna: Ærlæk í Öxarfirði.

Menntun og reynsla í hnotskurn

2009 – Lögfræðingur – Háskólinn í Reykjavík

2008 – – Lögfræðingur, yfirlögfræðingur, sviðsstjóri – Hugverkastofan

2012 – 2022 – Stundakennari – Háskóli Íslands

2022 – Diplóma í frönsku – Háskóli Íslands

2023 – Stundakennari – Háskólinn á Akureyri

2024 – Löggildur merkjalýsandi – Háskólinn á Akureyri